sunnudagur, september 28, 2008

Hæ hó!


Jábbs! ég er enn á lífi... veit nú ekki hvort það sama verður sagt um þessa síðu. Skrif inn á hana eru nú orðin/hafa verið heldur stopul. Léleg bloggskrif eru nú ekki af því að engu sé frá að segja, síður en svo... ég er bara alveg dottin úr gírnum. Samt finnst mér nú gaman að lesa þetta gamla bull í manni og sjá hvað maður hefur verið að gera skemmtilegt. Svo nú er um að gera og koma einhverju smá niður "á blað" því helsta sem hefur á daga mína drifið.

...versló helgin kom og fór. Ég gerði nú ekkert sérstakt þá, finnst ekki mikið spennandi að vera kúldrast í tjaldi í riginingu og bleytu (nema kannski á þjóðhátíð). Kíkti bara í sveitina og í bíó með systkinunum. Er þá upptalið allt fjör þá helgina.

...eftir versló var brunað norður á Akureyri. Heiðdís skvís var að fara ganga að eiga hann Magga sinn svo það mátti nú ekki missa af því. Brunuðum við þrjár norður, ég, Hjördís & Hafdís. Sá Hjördís um akstur hluta norðurleiðarinnar á meðan við Hafdís smökkuðum á smá söngvatni. Brúðkaupið var auðvitað voða fallegt og brúðurin alveg stórglæsileg. Skemmtileg veisla og nóg af víni fyrir okkur Hafdísi til að sulla í (kvk.borðfélagar okkar voru nú ekki mikið í því svo við urðum að drekka fyrir þær líka ;) ) Undirrituð fékk svo þann heiður að "grípa" brúðarvöndinn.... svo nú er bara að bíða eftir að mr. Prince charming mæti :-)

...stuttu seinna fór ég svo aftur á Akureyris, en þó ein í það skiptið. Heldur fjörminni ferð heldur en sú fyrri. Ég tók þá ákvörðun í sumar að prófa að fara í fjarnám í viðskiptafræði við háskólann þar og er að taka grunnfög núna. Stefnan er svo sett á að taka master í buissness ef þetta verður skemmtilegt. Svo nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta æxlast. Hvort þetta verður eitthvað nógu skemmtilegt fyrir óákveðnu JK. Þannig þessa dagana er verið að læra smæra.... jeij....

...Jónína ákvað svo að kíkja til Rotterdam og fara vinna þar. Það þurfti nú að taka eitt skemmtilegt íslenskt tjútt til að kveðja skvísuna :)

...svo kom haust með tilheyrandi kartöflustússi út í rokinu og riginingunni...

...beilaði svo á síðustu kartöfluupptektarhelginni og skrapp í skvísuferð til Hollands.... meir um það síðar :)

æ.... ætlaði að henda inn myndum með færslunni en bloggerinn var ekki að nenna því! Þær verða setta hingað inn við tækifæri - nú eða inn á fjésbúkk.