mánudagur, október 27, 2008

---

Hvað skal gera ?

Plan kvöldsins var að sinna náminu, vinna smá viðskiptafræðiverkefni. En málin hafa vandast eilítið.

Gerði þau mistök (eða ekki mistök) að kveikja á sjónvarpinu og þar sá ég viðtal við sir David Attenborough og í framhaldi af því komast ég að því að það er að byrja með honum ný sería í sjónvarpinu. Líffræðinördinu í mér langar vissulega að horfa, þættirnir hans eru svo áhugaverðir og oft mjög skemmtilegir (fyrir svona nörd). Að vísu fjallar átturinn um skriðdýr og froska, sem eru nú kannski ekkert uppáhalds, en samt gaman að sjá hvað þetta eru sniðug kvikindi.

Svo í hvað skal verja kvöldinu? Næra það sem eftir er af líffræðiáhuganum eða sinna verkefninu í skólanum, sem er af aldeils allt öðrum toga og reynir alls ekki á líffræðilegan þankagang.


Kannski ég geri bara sittlítið af hvoru..... ;o)