föstudagur, október 03, 2008

Eitt ár!

Ótrúlega líður tíminn hratt. Í fyrradag var heilt ár frá því að ég byrjaði í "nýju" vinnunni minni. Mér finnst ég bara vera rétt byrjuð! Ég er búin að læra alveg heilmargt á þessum tíma, en finnst ég samt sem áður eiga svo margt ólært. En þetta er samt búið að vera mjög skemmtilegt ár, vinnulega séð. Er að vinna með skemmtilegu fólki, mórallinn er góður og mér finnst vinnan mín skemmtileg - svo ekki kvarta ég!

Til að halda upp á "afmælið" er ég heima í dag, lasin :( Er með kvef/hósta, einhverja hitavellu og slappleika. Ekki gaman, en það gæti þó verið verra. Ein vinkona mín kom með það komment að ég væri bara heima að þykjast vera lasin svo ég gæti verið úti að leika mér í snjónum sem kom í gær/nótt - ekki svo galin hugmynd og væri ég frekar til í það heldur en að sitja inni á náttfötunum með tölvuna í fanginu.

Esjan falleg í vetrarbúning

Þessi var að reyna komast inn úr kuldanum, brr...
Kannski að ég reyni nú að láta verða eitthvað úr þessum degi, svona á milli lúra. Þarf að klára heimadæmi í stærðfræði og læra fyrir próf í fjárhagsbókhaldi sem er nú um helgina...
En ætla fara og láta mér batna! (og læra) :-)
JK