föstudagur, október 24, 2008

Er að þykjast...

....að vera læra.
Það gengur nú samt allt annað en vel. Ég ætti að vera búin að lesa og reikna fullt af dæmum frá því ég kom heim úr vinnunni en ég er ekki búin að gera neitt af því.

Í staðinn hef ég:
- drifið mig í surtu (alveg bráðnauðsynlegt að vera með hreint hárið við lesturinn)
- horft á Ugly Betty (smá skemmtun)
- sitjið og spjallað (til að augða andann)
- fengið mér kvölmat (lífsnauðsyn)
- setið og horft á tölvuna og velt því fyrir mér hvar ég eiginlega að byrja... (ekki alveg nógu gott)

Eina sem ég er búin að gera og tengist námi á einhvern hátt er að hafa skráð mig í kúrsa fyrir næstu önn. En ætli það sé nú samt ekki betra að halda einbeitingu við það sem er að gerast núna og reyna klára þá sem ég er í. Ekki misskilja mig þó, mér finnst námið mitt ekkert leiðinlegt - ég kem mér bara aldrei í það að læra, þar liggur vandamálið! Eftir vinnudaginn verður hvíld og afslappelsi í sófanum miklu meira freistandi heldur en lestur.

Er farin að læra eða ekki....

Lag dagsins: "Time To Pretend" með MGMT