föstudagur, október 10, 2008

Fór Norður...

...og svo niður.

Er á Akureyri núna. flúði krepputalið í Reykjavík. Var bara grand á því og tók flugið hingað í gær til mæta í skólann. Nennti ómögulega að fara keyra ein í myrkri og slyddu á sumardekkjunum - voða lítið vit í því. Hossaðist því í staðinn í lítilli rellu og tók ferðin bara örskotsstund, svona því sem nemur að keyra að Hvalfjarðargöngunum, þvílíkur munur. Mallakúturinn fór að vísu alveg á fulla ferð í fluginu og var ég mjög glöð að vera komin niður á land aftur þegar við lentum. Held ég hefði ekki meikað nema max 10 mín í viðbót af flugi, ef ég hefði verið lengur hefði ferðin örugglega endað frekar subbulega svo ég segji ekki meir, oj oj oj.....

Lífið hér á Akureyrinni hefur bara verið fínt. Verð nú samt að segja að ég saknaði bílsins míns frekar mikið í morgun þegar ég var að labba í skólann. Göngutúrinn tók aðeins meira á heldur ég bjóst við, enda er það smá mál að labba upp í mót, með fartölvuna, veskið og bakpoka með fötunum mínum (því allra nauðsynlegasta þó). Var því heldur betur sveitt og móð þegar ég mætti í skólann, æðislegt. Svo núna er ég á fullu að nema viðskiptin svo ég geti nú bjargað landinu frá þessu kreppuástandi, vonandi verður það ástand þó allt fyrir bí þegar námi lýkur. Heimferð er svo í kvöld strax eftir skóla svo ég fæ sofa í mínu bóli í nótt. Næs!

Helgin verður örugglega í rólegri kantinum. Ætla að sinna frænkuhlutverkinu annað kvöld og láta reyna á barnapössunar-hæfileikana. *Krossa fingur* Og svo er stefnan sett á að kíkja eitthvað á fólkið mitt í sveitinni, orðið soldið langt síðan síðast. Kannski að það verði kíkt eitthvað í skólabók - hver veit :)