sunnudagur, október 05, 2008

Heilsan...

....er orðin eitthvað betri. Er orðin hress en hósta eins og ég fá borgað fyrir það. Hér á heimilinu er lika allir veikir eða búnir að vera veikir. Trendið í þessari pest hefur verið lungnabólga og hugsa ég að ég hafi nú alveg fengið einhvern snert af henni, allavega surgar nógu mikið í mér í hóstarassíunum og hljóma stundum eins og gamalmenni. Spurning um að kíkja kannski til doksa ef þetta hættir ekki, en ég hugsa nú að ég hristi þetta bara af mér. Verður maður ekki að vona það?

Auðvitað hefur ljótan gert innrás samfara þessari pest. Dásamlegt! Að auki hefur kuldaexem tekið sér bólfestu í kinnunum á mér svo ég er ekkert allt of ánægð með útlitið á mér þessa dagana. Finnst ég sárlega þarfnast þess að fara í klippingu og lit&plokk. Verð að bæta úr því við fyrsta tækifæri. Að minnsta kosti verður púðrið, maskarinn og allt það alveg nauðsynlegt áður en mætt verður í vinnuna á morgun

En ætli maður geti fengið frí í vinnunni út á ljótuna ? :o)