mánudagur, október 06, 2008

Ó... króóónaaaa, where are yoooou!

Tjah... maður spyr sig eftir þennan dag. Hvar eru nú aurarnir mínir?
Eru þeir fáu aurar sem maður á og hafa verið lagðir til hliðar í sjóði og einhvernógurlegasniðugansparnað bara fuðraðir upp, eða hafa þeir það bara gott í bankanum ? Ég vona alla vega að þessir kallar í bankanum séu að segja satt og þetta verði allt OK. Kemur vonandi í ljós á morgun! Annars verð ég bara að fara í bankann og ná í þessa fáu aura og geyma þá undir rúmdýnunni, þeir yrðu kannski bara best geymdir þar (ættu ekki að taka allt of mikið pláss), nema verðbólgupaddan éti þá bara upp -þá væri best að eyða þeim áður í einhverja vitleysuna áður en það myndi ske!

En það getur nú líka stundum verið gott að eiga ekki neitt. Ég er að minnsta kosti ekki með nein ofur húsnæðislán sem belgjast út eða bílalán í erlendri mynt þar sem afborganirnar hækka um maaarga þúsundkalla. Svo þetta er ekkert alslæmt.

Æj....
Stundum er bara gott að vera svolítill lúði sem er ekkert að flýta sér að verða "fullorðin"!