föstudagur, október 03, 2008

Ljúfa Leiden

Hollandsferðin var alveg æði.

Lifðum ljúfu lífi þarna úti. Hvað er betra en að sitja út í góða veðrinu í góðum félagsskap með
kalt hvítvín, nú eða eitthvað annað álíka gott, við höndina og eiga góða stund. I love it!

Svo var að sjálfsögðu kíkt eitthvað í búðirnar. Ég ákvað að láta allt gengistal og krónufall sem vind um eyru þjóta og bara njóta þess að vera til og straujaði vísakortið óspart í búðunum. Svo núna á ég fullt af nýjum fínum fötum fyrir veturinn :) og feitan vísa reikning.... en það er seinni tíma vandamál! Svo getur maður alltaf litið á björtu hliðarnar því að ef ég væri að fara núna út þá væri krónan orðin miklu lægri en hún var um daginn, svo það er í raun hægt að segja að ég sé búin að spara fullt af peningum miðað við að þetta myndi kosta allt svo miklu meira núna heldur en það gerði fyrir nokkrum dögum..... (*afsakanir afsakanir*)

Auðvitað kíktum við á tjúttið í Hollandinu. Skoðuðum Hollensku gelgæjana aðeins - fyrir þá sem ekki vita þá nota mjög margir strákar þarna óspart af geli í hárið, svo mikið að það verður bara ljótt. Annars er kosturinn við þessa gaura þarna í Hollandi að þeir eru sko aldeilis af réttri stærðargráðu, kvarta sko ekki yfir því, en já.... þeir eru kannski ekki af jafn mikilli fegurðargráðu og þeir eru stórir. Too bad! Svo við létum þessa stóru djélluðu gæja bara eiga sig. Þannig að það eina sem við vorum uppteknar af var að skemmta okkur, drekka mojito og dansa af okkur tærnar. :-)

Þessi nokkurra daga dvöl í útlandinu kitlaði sko alveg "búa í útlöndunum" taugarnar. Oh.... good times, good times. Sakna þess soldið frá því að hafa verið út í Dublin hvað allir voru "laid back" þar, ekkert stress og þetta sífellda kapphlaup sem maður verður ósjálfrátt þátttakandi í hér á klakanum. Dvölin í Leiden rifjaði það allt saman upp fyrir mér. Hér þurfa (eða okkur finnst það allavega) alltaf allir að eiga það nýjasta og flottasta og einhvern veginn er aldrei neitt nógu gott fyrir okkur - það vantar smá nægjusemi í okkur. Auðvitað er ég ekkert að alhæfa neitt um það að allir séu svona hér, síður en svo, en þetta er það sem mér finnst vera normið hér. En er líka örugglega það sama annars staðar líka. En nú er bara að sjá hvað framtíðin á eftir að bjóða uppá og hvað maður gerir. Á maður að kíkja í útlöndin eða vera í kapphlaupinu hér? Smá pæling!
En ætla nú ekki að fara þreyta ykkur með svona tuði... hér koma bara nokkrar pics úr ferðinni :)

Auðvitað fórum við í smá túristaleik í sólinni. Skoðuðum eitthvað voða gamalt virki í miðbæ Leiden.


Anna og Ásta tjilla í góða veðrinu. Fékk þarna ógeðslegasta kokteil sem ég hef pantað mér, er þarna á borðinu, svo ef ykkur langar í viðbjóð - panitð þá fruit daquiri..... ojojoj....

Morgunmatur meistaranna! Nýbakaðar vöfflur og böbblí með jarðaberjum :-)

Í góðu geimi á gelgæjastað í Den Haag, meeeen hvað þeir voru góðir mojitorarnir sem þeir seldu! Sluuurp!