fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Mæli með....


Silfursafninu hans Páls Óskar. Splæsti í það áðan og er búin að vera hlusta, fullt af skemmtilegum lögum, algjört æði! Nú langar mig helst að fara út að tjútta og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Uppáhaldslagið mitt með honum er nú samt eitthvað allt annað en danslag, heldur er það Ást við fyrstu sýn - brúðkaupslagið ógurlega (það er einmitt í spilaranum núna) :)
Svo veitir nú ekki af að eiga eitthvað svona gleðipopp í allri þessari neikvæðni hér á klakanum. Hef bara tekið þann pól í hæðina að hætta að lesa allar þessar fjármála-, gjaldþrota-, atvinnuleysis-, peninga og kreppufréttir, bara eitthvað skemmtilegt. Maður verður bara niðurdreginn af því að lesa um þetta allt saman og kollurinn verður fullur af einhverjum áhyggjuhugsunum. Og það veitir nú víst ekki að hafa kollinn í lagi þessa dagana því það styttist all verulega í þessi próf! Ó nó... Nóvember fer bara að verða búinn bráðum..... sjæjse! Nóg er eftir að lesa og læra svo það þýðir nú ekkert annað en að spýta í lófana og tækla þetta af öllu afli ef maður á að ná. Vildi helst að ég ætti einhverja fjarstýringu þar sem ég myndi bara ýta á pásu og tíminn myndi bara stoppa, nema hjá mér auðvitað, og þá gæti maður gert það sem gera þyrfti og klárað þetta með glans. Það væri gaman :)