laugardagur, desember 13, 2008

Bara 2 dagar eftir

Á bara eftir að læra í tvo daga og taka eitt "lítið" próf og þá verður prófatíðin þessa önnina búin!
Jahúúú..... Mikið verður það nú ljúft.

Hef nú svosem ekki frá miklu að segja. Síðustu dagar og vikur reyndar, hafa verið eins. Vinna, borða, sofa og læra. Er komin með algjört ógeð á því sem kallast lærdómur svo að sjónvarpsgláp, netið og að ógleymdu "$%&%## facebook (þvílíkur tímaþjófur sem það nú er) hefur verið mun skemmtilegra/áhugaverðara og hafa bækurnar því fengið að finna svolítið fyrir því. Oh.... ég bara nenni ekki meir en það sér nú fyrir endann á þessu, sem betur fer. Þessir síðustu dagar verða teknir á hörkunni.
Að venju hef ég svo sett mér þau fyrirheit um að vera duglegri að læra næstu önn. Held ég verði hreinlega að standa við það í þetta sinn. Því með vinnu dugir víst hangs og skipulagsleysi í náminu víst ekki vel, er alveg búin að læra það (læri allavega eitthvað :o) ). Verð bara að vona það besta - hlýt að ná 'essu.

Að loknum prófum ætla ég að gera ótalmargt. Byrja á því að taka rækilega til, það er orðið frekar ruslaralegt hjá mér. Svo ætla ég að vera óskaplega artí og skella mér á glerlistanámskeið með nokkrum stelpum úr vinnunni og reyna vera skapandi (komast aðeins úr rökhugsanaferlinu sem ég er búin að vera í) og búa til eitthvað fallegt. Að auki á ég eftir að gera nokkra smávægilega hluti eins og að skrifa jólakortin, kaupa jólagjafirnar og pakka þeim inn og þar af leiðandi fara í óteljandi ferðir í Smáralind, Kringluna og verslanir hér og þar, hitta saumó í jóladinner, vinna fullt og komast í smá jólaskap. Já það verður sko nóg að gera. Það sem mig langar samt mest að gera þessa stundina er að kíkja eitthvað út á lífið, skella mér í glamúrgallan, fá mér kokteil og eiga skemmtilega stund með vinkonunum. Vonandi verður nú eitthvað af því á næstunni, vill ekki einhver kíkja á smá tjútt? :)

En nóg af væli í þetta sinn. Nú er smá quality time við TV-ið.